Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. október 2014 14:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Finnur Orri í viðræður við FH
Finnur Orri og Óskar Örn.
Finnur Orri og Óskar Örn.
Mynd: Fótbolti.net
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, mun funda með forráðamönnum FH í dag en Hafnarfjarðarliðið vill fá hann í sínar raðir. Vísir.is greinir frá þessu í dag.

Hólmar Örn Rúnarsson er á leið til Keflavíkur og horfa FH-ingar til Finns til að fylla hans skarð.

Finnur er einnig sagður á óskalista KR en þessi 23 ára leikmaður á gríðarlega reynslu með Breiðabliki í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur.

Í síðustu viku var greint frá því að Óskar Örn Hauksson væri einnig á óskalista FH-inga en samningur Óskars við KR er að renna út. Sagt er að FH hafi rætt við Óskar.
Athugasemdir
banner
banner