Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. október 2014 14:14
Elvar Geir Magnússon
Flottur árangur U17 landsliðsins - Strákarnir komust áfram
Strákarnir sáttir eftir leikinn í dag.
Strákarnir sáttir eftir leikinn í dag.
Mynd: U17
U17 landslið karla mætti Ítalíu í undankeppni EM en þetta var leikur í lokaumferð riðilsins. Ljóst var fyrir leikinn að jafntefli gegn Ítalíu myndi tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðlum.

Íslenska liðið náði markmiði sínu með því að gera 1-1 jafntefli en Máni Hilmarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku, kom Íslandi yfir. Ítalía jafnaði en komst ekki lengra.

Fyrir leikinn var ítalska liðið með öruggt sæti í milliriðlinum en nú er ljóst að íslenska liðið fylgir. Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum, þar sem öll fjögur mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Milliriðlarnir fara fram næsta vor.

Byrjunarlið Íslands:
Andri Þór Grétarsson (m)
Alfons Sampsted
Axel Andrésson
Birkir Valur Jónsson
Dagur Hilmarsson
Erlingur Agnarsson
Ísak Kristjánsson
Júlíus Magnússon, fyrirliði
Kolbeinn Finnsson
Máni Hilmarsson
Viktor Júlíusson
Athugasemdir
banner
banner
banner