Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 16:12
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin vill Bjarna sem þjálfara ef Rúnar fer
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, markakóngur Pepsi-deildarinnar í sumar, vill fá Bjarna Guðjónsson sem þjálfara KR ef Rúnar Kristinsson tekur við Lilleström í Noregi.

Ef Rúnar og Pétur Pétursson aðstoðarmaður láta af störfum segist Gary Martin helst vilja sjá Bjarna taka við liðinu með Brynjar Björn Gunnarsson sem aðstoðarmann. Þetta segir hann á Twitter.

Bjarni var fyrirliði KR en tók við Fram fyrir tímabilið. Hann er nú hættur þjálfun Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni.

Til gamans setti Fótbolti.net saman lista með tíu mönnum sem gætu tekið við KR ef Rúnar færi en þar á meðal er Eiður Smári Guðjohnsen. Gary væri til í að fá Eið sem leikmann aftur í KR.

Rúnar er á leið í viðræður við Lilleström og eru KR-ingar farnir að skoða hver geti tekið við liðinu í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner