mán 20. október 2014 10:10
Magnús Már Einarsson
Guðlaugur Victor: Viðurkenndi vanmátt minn gagnvart áfengi
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Helsingborg síðan hann samdi við sænska félagið í ágúst síðastliðnum.

Guðlaugur Victor segir að sú ákvörðun að hætta að drekka áfengi hafi hjálpað sér mikið undanfarna mánuði.

Hinn 22 ára gamli Guðlaugur Victor sagði fyrr á þessu ári frá baráttu sinni við þunglyndi. Í kjölfarið ákvað hann að hætta að drekka áfengi.

,,Fyrr á þessu ári viðurkenndi ég vanmátt minn gagnvart áfengi, þar sem ég fann botninn eftir eitt fylliríið og sagði við sjálfan mig að ég ætlaði aldrei aftur að drekka. En hver var ekki búinn að heyra mig segja það áður? Ég hringdi í tvo góða vini sem eru báðir í AA og bað þá um að hjálpa mér," sagði Guðlaugur á Facebook síðu sinni í dag.

,,Ég byrjaði að stunda fundina, fékk mér sponsor og gerði spora vinnuna og geri hana enn í dag. Í dag er ég búinn að vera edrú í 100 daga og still counting. Lífið hefur leikið við mig bæði utan sem innan vallar síðastliðnar vikur, (fyrir utan smá misskilings viðtal hér fyrr í vikunni) og vil ég þakka edrúmennskunni fyrir það. Þetta er klárlega sá lífstíll og sú leið sem ég ætla mér til framtíðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner