Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. október 2014 18:43
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Keflavíkur 
Hólmar Örn skrifar undir hjá Keflavík í vikunni
Hólmar í leik með Keflavík árið 2007.
Hólmar í leik með Keflavík árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Rúnarsson hefur ákveðið að snúa aftur til Keflavíkur og mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur í kvöld.

,,Það þarf ekki að taka fram að það er mikill styrkur fyrir liðið að fá Bóa aftur heim og mikil ánægja með það innan deildarinnar," segir á heimasíðu Keflavíkur.

Hólmar er uppalinn hjá Keflavík en hann hefur leikið með FH undanfarin fjögur ár.

Þessi 33 ára gamli miðjumaður á að baki 162 deildarleiki með Keflavíku og hefur skorað í þeim 23 mörk auk 24 bikarleikja og átta leikja í Evrópukeppnum.

Keflvíkingar eru stórhuga fyrir næsta tímabil en þeir eru einnig að reyna að fá Guðjón Árna Antoníusson frá FH og Óskar Örn Hauksson frá KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner