Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. október 2014 15:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Víkurfréttir 
Keflavík í viðræðum við Óskar Örn og Guðjón Árna
Keflvíkingar hafa rætt við Óskar Örn.
Keflvíkingar hafa rætt við Óskar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Magnússon hjá knattspyrnudeild Keflavíkur segist vongóður um að Guðjón Árni Antoníusson spili með liðinu næsta sumar. Þetta segir hann í samtali við Víkurfréttir.

Samningur Guðjóns Árna við FH er að renna út en Guðjón sagði við Fótbolta.net í dag að hann væri í viðræðum við FH um nýjan samning.

Þorsteinn segir að viðræður Keflavíkur við Guðjón séu í gangi en hann lék með liðinu 2002-2011.

Þá staðfestir hann að Keflavík hafi einnig rætt við Njarðvíkinginn Óskar Örn Hauksson sem leikið hefur með KR síðan 2007. Óskar er einnig á óskalista FH.

Keflavík hefur náð samkomulagi við Hólmar Örn Rúnarsson sem hefur leikið með FH síðustu þrjú ár. Hólmar skrifar undir samning þegar hann kemur heim eftir frí erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner