Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. október 2014 19:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Kristinn Jónsson stefnir á að vera áfram úti
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Kristinn Jónsson stefnir að því að vera áfram úti í atvinnumennskunni. Hann er hjá sænska liðinu Brommapojkarna á lánssamningi frá Breiðablik. Sá samningur er að renna út en liðið er fallið niður í sænsku B-deildina.

Samningur hans við Kópavogsliðið er út næsta sumar.

„Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um,“ sagði Kristinn í samtali við Tómas Þór Þórðarson á á Vísi.

Brommapojkarna hefur gengið verulega illa á tímabilinu og aðeins unnið tvo leiki. Kristinn býst við að yfirgefa félagið.

„Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner