Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. október 2014 21:59
Daníel Freyr Jónsson
Leikmaður réðst á markvörð Celtic á götu úti
Lukasz Zaluska.
Lukasz Zaluska.
Mynd: Getty Images
Pólski markvörðurinn Lukasz Zaluska, leikmaður Celtic, varð fyrir fólskulegri árás á götu úti í Glasgow um helgina.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum var árásamaðurinn ónefndur leikmaður annars liðs í skosku úrvalsdeildinni, en ekki er hægt að greina frá nafni hans af lagalegum ástæðum.

Zaluska varð fyrr höfuðmeiðslum og missti blóð í árásinni. Ráðist var á hann þar sem hann leitaði sér að leigubíl ásamt kærustu sinni snemma í morgun.

Rannsókn á árásinni er hafin hjá lögreglunni.

Neil Lennon, fyrrum stjóri Celtic, varð fyrir árás á sama stað í Glasgow fyrir fimm árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner