Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. október 2014 10:19
Magnús Már Einarsson
Myndband: Hljóp nakinn niður Laugaveg
Blikar enduðu í sjöunda sæti.
Blikar enduðu í sjöunda sæti.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Þröstur Ingason, stuðningsmaður Breiðabliks, hljóp í nótt nakinn niður Laugaveginn vegna loforðs sem hann gaf í vor.

Þröstur sagðist þá ætla að hlaupa nakinn niður Laugaveginn ef að Breiðablik myndi enda neðar en Valur í Pepsi-deildinni í sumar. Hann ákvað að gefa þetta loforð eftir að Pepsi-mörkin spáðu Val þriðja sæti í deildinni en Breiðabliki því fjórða.

Blikar enduðu í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Valsmönnum.

,,Þetta hefur verið hrikalegt sumar hjá Blikunum. Ég hef séð nokkra leiki með þeim og finnst þeir hafa spilað ágætlega en ég veit ekki hvað vantar upp á," sagði Þröstur við Fótbolta.net á dögunum.

Athugasemdir
banner
banner