Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. október 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Námskeið framundan hjá Knattspyrnuakademíu Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan eru tvö morgunnámskeið hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fífunni. Undanfarin ár hafa námskeið knattspyrnuakademíunnar verið gífurlega vinsæl og færri komist að en viljað. Að þessu sinni verða sér stráka- og sér stelpunámskeið en á stelpunámskeiðinu sjá landsliðskonur Íslands um þjálfunina.

Strákanámskeið 27. október – 7. nóvember(uppselt fyrir útileikmenn)
Þjálfun útileikmanna:
Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessir þættir skipta miklu máli að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar, skallar.

Þjálfarar:
Hans Sævarsson, Sam Tillen, Davíð Ólafsson, Hákon Sverrisson, Andri Fannar Stefánsson, Helgi Sigurðsson og Eiður Ben Eiríksson.
Þjálfun markmanna:
Áhersla verður lögð á helstu tækiatriði sem markmenn þurfa að hafa í huga.
Markmannsþjálfari:
Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari Íslenska landsliðsins.
Æfingadagar: Mánudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar
Æfingatími: kl: 06.20 – 07.20
Aldur: Strákar fæddir 2000-2005
Verð: 16.900 kr. með morgunhressingu
Skráning og frekari upplýsingar: www.knattspyrnuakademian.is

Stelpunámskeið með landsliðskonum Íslands 10. - 21. nóvember
Þjálfun útileikmanna:

Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessir þættir skipta miklu máli að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar, skallar.

Þjálfarar:
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Elísa Viðarsdóttir.
Þjálfun markmanna:
Áhersla verður lögð á helstu tækiatriði sem markmenn þurfa að hafa í huga.
Markmannsþjálfari:
Þóra Helgadóttir
Æfingadagar: Mánudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar
Æfingatími: kl: 06.20 – 07.20
Aldur: Stelpur fæddar 1999-2005
Verð: 16.900 kr. með morgunhressingu
Skráning og frekari upplýsingar: www.knattspyrnuakademian.is
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir efnilega knattspyrnuiðkendur sem vilja bæta sinn leik og ná langt. Verður hópnum skipt bæði eftir aldri og getu til að tryggja að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.

Ert þú vinur Knattspyrnuakademíu Íslands á facebook?
Athugasemdir
banner
banner