Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. október 2014 22:52
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn áfram í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í kvöld undir nýjan samning við KR. Samningurinn er til þriggja ára.

Njarðvíkingurinn Óskar hefur leikið með KR frá árinu 2007. Hann er 12. markahæsti KR-ingurinn með 69 mörk og fimmti leikjahæstur með 293 leiki.

Samningur Óskars við bikarmeistarana var að renna út en FH og Keflavík höfðu áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Þessi þrítugi sóknarleikmaður 6 mörk í 25 leikjum fyrir KR í deild og bikar á liðnu sumri.

Hann á tvo A-landsleiki að baki en báðir voru gegn Færeyjum í Kórnum.

Óvissa ríkir um þjálfaramál KR þar sem ekki er ljóst hvort Rúnar Kristinsson verði áfram þar sem norska félagið Lilleström hefur áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner