banner
   mán 20. október 2014 12:30
Magnús Már Einarsson
Rodgers segir Valdes ekki á leið til Liverpool
Victor Valdes.
Victor Valdes.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist ekki ætla að kaupa fleiri spænska leikmenn til félagsins á næstu mánuðum.

Victor Valdes, fyrrum markvörður Barcelona, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu en hann er án félags í augnablikinu.

Rodgers neitar því hins vegar að fleiri spænskir leikmenn séu á leiðinni til Liverpool.

,,Nei," svaraði Rodgers ákveðinn þegar spænska blaðið AS spurði hvort að hann ætli að fá fleiri Spánverja til Liverpool á næstunni.

Liverpool er nú þegar með spænsku leikmennina Jose Enrique, Alberto Moreno, Javi Manquillo og Suso í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner