Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. október 2014 08:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Rúnar Kristins á leið í viðræður við Lilleström
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, mun hefja viðræður við Lilleström í dag eða á morgun en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Rúnar er einnig með nýtt samningstilboð í höndunum frá KR en hann segist vera spenntur að fara til Lilleström þar sem hann spilaði sem leikmaður frá 1997 til 2000.

„Eig­um við ekki að segja að það sé gagn­kvæm­ur áhugi en ég und­ir­strika að það hafa ekki haf­ist nein­ar form­leg­ar viðræður um þessi mál. Það eru fleiri en ég inni í mynd­inni. Ef hug­mynd­ir mín­ar og Lilleström fara sam­an með allt sem lýt­ur að þjálf­un­inni, um­hverf­inu og aðstæðum þá er áhugi af minni hálfu að fara til liðsins,“ sagði Rún­ar við Morgunblaðið í gær.

Lilleström er í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir en Magnus Hauglund mun hætta sem þjálfari eftir tímabilið.

Sjá einnig:
Tíu sem gætu tekið við KR ef Rúnar fer
Athugasemdir
banner
banner
banner