Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 19:30
Magnús Már Einarsson
Stjóri Birmingham rekinn
Mynd: Getty Images
Lee Clark, stjóri Birmingham, hefur verið rekinn eftir dapurt gengi í byrjun tímabils.

Birmingham er í 21. sæti Championship deildarinnar eftir að hafa einungis unnið tvo af tólf leikjum sínum á tímabilinu.

Steve Watson aðstoðarstjóri Birmingham var líka rekinn en Richard Beale úr þjálfaraliðinu og yfirnjósnarinn Malcolm Crosby munu taka við liðinu.

Clarke hefur verið stjóri Birmingham síðan í júní árið 2012.

Hann er níundi stjórinn sem fær að taka pokann sinn í Championship deildinni á þessu tímabili en Watford á þrjár af þessum breytingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner