Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Stöðva þurfti leik hjá Ólafi Inga og félögum
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöðva þurfti leik Standard Liege og Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í gær.

Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn með Zulte-Waregem sem vann mikilvægan 2-1 útisigur í botnbaráttunni.

Stuðningsmenn Standard Liege voru brjálaðir yfir tapinu og þeir létu óánægju sína í ljós með því að henda sætum úr stúkunni og alls konar öðrum hlutum.

Með þessu vildu stuðningsmennirnir mótmæla gengi Standard Liege og þjálfaranum Guy Luzon.

Dómarinn stöðvaði leikinn um tíma í gær og hann flautaði snemma af án þess að spila viðbóartíma þar sem stuðningsmennirnir voru að ganga af göflunum og voru að reyna að komast inn á völlinn.

Luzon var rekinn í morgun en Standard Liege er í 12. sæti af 16 liðum og einungis þremur stigum frá botnsætinu.
Athugasemdir
banner
banner