Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 20:30
Daníel Freyr Jónsson
UEFA dregur ákæru gegn Arsenal til baka
Kveikt var á blysum á Emirates.
Kveikt var á blysum á Emirates.
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka ákæru í garð Arsenal vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Galatasaray í upphafi mánaðarins.

Blysum var kastað inn á völlinn undir lok fyrri hálfleiks, en leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum. Olli það smávægilegum töfum á leiknum.

Sex einstaklingar voru handteknir á vellinum og lítur UEFA á það sem skyldu heimaliðsins að hafa öryggismál í lagi.

Því var Arsenal ákært fyrir lélega gæslu, þá sérstaklega fyrir að stuðningsmenn Galatasaray hafi komist inn á völlinn með blysin sem kastað var inn á.

Ákæran hefur nú verð dregið til baka, en Galatasaray hefur aftur á móti verið sektað um 39.600 pund og gert að greiða Arsenal fyrir þann kostnað sem hlaust af skemmdarverkum tyrknesku áhorfendanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner