Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 09:31
Magnús Már Einarsson
Addó heldur áfram með ÍR (Staðfest)
Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.
Mynd: ÍR
Arnar Þór Valsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að þjálfa meistaraflokk karla hjá ÍR.

Addó, eins og hann er kallaður, var leikmaður ÍR í áraraðir en hann hefur þjálfað liðið undanfarin fjögur ár.

Undir hans stjórn sigraði ÍR 2. deildinni örugglega í sumar en Addó var eftir tímabil valinn þjálfari ársins í deildinni.

Fréttatilkynning frá ÍR:
Stjórn knattspyrnudeildar ÍR hefur gert nýjan tveggja ára samning við Arnar Þór Valsson, þjálfara meistaraflokks karla. Arnar hefur þjálfað ÍR seinastliðin fjögur ár með góðum árangri og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Áframhaldandi samstarf við Arnar er ÍR-ingum mikið fagnaðarefni.
Áfram ÍR!

Sjá einnig:
Addó: Breiddin fór með okkur upp
Athugasemdir
banner
banner
banner