banner
   fim 20. október 2016 15:00
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #4
Kristinn Freyr Sigurðsson er orðaður við Íslandsmeistara FH.
Kristinn Freyr Sigurðsson er orðaður við Íslandsmeistara FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Willum heldur líklega áfram með KR.
Willum heldur líklega áfram með KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viktor Bjarki gæti orðið aðstoðarþjálfari Víkings.
Viktor Bjarki gæti orðið aðstoðarþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur er orðaður við KA og ÍBV.
Sigurbergur er orðaður við KA og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn gæti tekið við Gróttu.
Brynjar Björn gæti tekið við Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fjórða slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið en alls konar slúður flýgur þessa dagana.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #1 (02.10)
Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #2 (07.10)
Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #3 (12.10)


FH: Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, er kominn með samningstilboð frá FH. Ef Kristinn fer ekki út í atvinnumennsku er líklegt að hann gangi í raðir Íslandsmeistaranna. Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Damir Muminovic, varnarmenn Breiðabliks, eru orðaðir við Íslandsmeistarana. Nafn Gary Martin hefur einnig heyrst í Hafnarfirði en óvíst er hvað tekur við hjá honum eftir lándsvöl hjá Lilleström.

Stjarnan: Hólmbert Aron Friðjónsson verður áfram hjá Stjörnunni en hann var á láni frá KR síðari hluta sumars. Garðbæingar eru í markmannsleit og nafn Haralds Björnssonar heyrist þar. Þá ætla Stjörnumenn að styrkja sóknarlínuna enn frekar. Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, hefur verið nefndur til sögunnar.

KR: Vesturbæingar hafa verið að skoða ýmsa möguleika í þjálfaramálunum. Líklegast er þó að Willum Þór Þórsson haldi áfram með KR en samkvæmt skoðannakönnunum er ólíklegt að hann komist aftur inn á þing. Ef hann fer ekki á þing verður hann áfram þjálfari KR. Kristinn Jónsson, bakvörður Sarpsborg, er á óskalista KR sem og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Markvörðurinn Sindri Snær Jensson er samningslaus og önnur félög hafa rætt við hann. Þá er danski framherjinn Jeppe Hansen á förum frá KR.

Fjölnir: Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Atli Viðar Björnsson og Garðar Jóhannsson hafa allir verið orðaðir við Fjölni sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Valur: Gary Martin er áfram orðaður við Val. Bakvörðurinn reyndi Bjarni Ólafur Eiríksson er samningslaus en líklegt er að hann geri nýjan samning. Valur er að kaupa Sindra Björnsson frá Leikni R. en hann var á láni á Hlíðarenda fyrri hlutann á nýliðnu tímabili.

Breiðablik: Blikar svöruðu tilboði Vals í Elfar Frey Helgason með því að bjóða í Sigurð Egil Lárusson. Markverðirnir Aron Snær Friðriksson og Hlynur Örn Hlöðversson gætu farið á lán líkt og í sumar.

Víkingur R.: Eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki stendur yfir leit að aðstoðarþjálfara í Víkinni. Viktor Bjarki Arnarson, leikmaður Víkings, kemur þar til greina en hann gæti þá lagt skóna á hilluna. Grétar Sigfinnur Sigurðarson er einnig orðaður við sitt fyrrum félag Víking.

ÍA: Leit stendur áfram yfir að varnarmanni á Skaganum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson úr Haukum hefur verið orðaður við ÍA.

ÍBV: Sigurbergur Elísson úr Keflavík og Atli Arnarson úr Leikni R. eru orðaðir við Eyjamenn. Óvíst er hvort dönsku leikmennirnir Simon Smidt, Mikkel Maigaard Jakobsen og Sören Andreasen verði áfram í Eyjum.

Víkingur Ólafsvík: Ingólfur Sigurðsson gæti farið í Víking á nýjan leik en hann spilaði með liðinu í fyrra. William Dominguez da Silva er á förum.

KA: Nýliðarnir hafa byrjað af krafti á leikmannamarkaðinum og ætla að halda áfram. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, varnarmaður FH, og Sigurbergur Elísson eru báðir á óskalistanum sem og markvörðurinn Haraldur Björnsson sem gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku.

Grindavík: Gunnar Örvar Stefánsson, framherji Þórs og markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar, er á óskalista Grindvíkinga.

Fylkir: Markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson er líklega á leið aftur í Fylki eftir að hafa spilað með Aftureldingu í sumar. Erlendu leikmennirnir sem voru hjá Fylki í sumar gætu allir verið á förum.

Keflavík: Guðlaugur Baldursson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga, er að skoða hópinn. Líklegt er að aðkomumönnum fækki og heimamenn verði í stærra hlutverki.

Þór: Atli Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, er orðaður við heimkomu í þorpið. Brentton Muhammad, markvörður Tindastóls, er einnig sagður á óskalistanum en Sandor Matus verður ekki áfram í markinu heldur mun hann einbeita sér að markmannsþjálfun liðsins.

Fram: Eru í leit að spilandi aðstoðarþjálfara. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og og Atli Viðar Björnsson hafa verið nefndir til sögunnar.

Leiknir R.: Elvar Páll Sigurðsson og Kolbeinn Kárason gætu verið á förum frá Leikni.

Selfoss: Markvörðurinn Vignir Jóhannesson er líklega á förum frá Selfyssingum.

ÍR: Viktor Örn Guðmundsson, markahæsti leikmaður KV í sumar, er á leið í ÍR.

Grótta: Gróttumenn leita nú að þjálfara eftir að Úlfur Blandon tók við kvennaliði Vals. Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Hauka, og Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, hafa verið orðaðir við starfið en Guðmundur Benediktsson hefur líka verið nefndur til sögunnar. Þá hafa þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Magnús Örn Helgason, yfirþjálfarar í yngri flokkum, einnig verið orðaðir við starfið. Grótta hefur áhuga á að fá Einar Bjarna Ómarsson til baka í uppeldisfélagið en hann hefur leikið með Fram og KV síðustu ár.

Fjarðabyggð: Jón Páll Pálmason hefur verið orðaður við Fjarðabyggð en hann er á heimleið eftir að hafa þjálfað kvennalið Klepp í Noregi. Dragan Stojanovic, fyrrum þjálfari Völsungs og KF, og Srdjan Rajkovic, markvörður KA, hafa einnig verið orðaðir við starfið. Dragan hefur áður þjálfað Fjarðabyggð. Vilberg Marinó Jónasson hefur líka verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari.

Magni: Grenvíkingar vilja fá Baldvin Ólafsson og Ólaf Aron Pétursson frá KA. Sveinn Óli Birgisson er á leið aftur í Magna eftir að hafa spilað í Noregi í sumar. Ef Orri Hjaltalín verður áfram í Magna þá verður hann spilandi aðstoðarþjálfari. Ef Orri fer þá gæti gamla kempan Jóhann Þórhallsson komið sem spilandi aðstoðarþjálfari en hann spilaði með Völsungi í sumar. Jóhann spilaði þar undir stjórn Páls Viðars Gíslasonar sem er nýr þjálfari Magna.

Sindri: Samir Mesetovic er sterklega orðaður við þjálfarstöðuna hjá Sindra eftir að Auðun Helgason hætti á dögunum.

KF: Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Magna, gæti tekið við þjálfun KF. Pétur Heiðar Kristjánsson, leikmaður KA, gæti líka tekið við KF og spilað með liðinu. Möguleiki er á að Þórður Birgisson verði hluti af þjálfarateymi KF en hann stýrði liðinu í síðustu leikjum sumarsins.

Hamar: Hvergerðingar hafa rætt við bæði Dusan Ivkovic og Guðmund Garðar Sigfússon um þjálfarstöðuna.

Stokkseyri: Rúnar Birgisson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Ægi, er líklega að taka við Stokkseyri.
Athugasemdir
banner
banner