Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. október 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fanndís og Katrín skoruðu í jafntefli í Kína
Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrra mark Íslands.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrra mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kína 2 - 2 Ísland
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('7)
1-1 Wang Shuang ('53)
2-1 Yang Li ('82)
2-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)

Nú var að ljúka leik Kína og Íslands í fjögurra þjóða æfingamóti sem fram fer í hongq­ing-héraði í Kína. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari ákvað að notast við 3-5-2 leikkerfi í fyrsta sinn en mótið er notað til að prófa nýja hluti í undirbúningi fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Ísland fékk óskabyrjun á leiknum og komst yfir eftir sjö mínútna leik þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði eftir sofandahátt í vörn kínverska liðsins. Markið má sjá neðst í þessari frétt en það kom eftir að Anna Björk Kristjánsdóttir átti langa sendingu úr vörninni.

Ísland komst næstum því tveimur mörkum yfir þegar Fanndís átti skalla í slá skömmu fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik jafnaði Wang Shuang, lék á Glódísi Perlu Viggósdóttur og skoraði. Kínverska liðið var betri aðilinn eftir hlé og átti stangarskot áður en það komst í 2-1 með skallamarki. Guðbjörg Gunnarsdóttir fór út í boltann en greip í tómt.

Á 86. mínútu náði Ísland að jafna í 2-2 þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði en þetta er hennar fyrsta landsliðsmark í þremur landsleikjum. Úrslitin 2-2 jafntefli sem eru úrslit sem íslenska liðið er ánægðara með miðað við þróun mála í seinni hálfleik.

Ísland mætir Danmörku í þessu móti á laugardaginn en danska liðið vann Úsbekistan 2-1 í dag þar sem sigurmarkið kom í blálokin.

Mark Fanndísar


Mark Katrínar:


Athugasemdir
banner
banner
banner