Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
banner
   fim 20. október 2016 16:08
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Aldrei verið eins sveittur á ævinni
Úr leiknum gegn Kína í dag.
Úr leiknum gegn Kína í dag.
Mynd: KSÍ - Hilmar Þór Guðmundsson
„Liðið skilaði góðri frammistöðu og þetta var eins og leikur á stórmóti," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-2 jafntefli gegn Kína á æfingamóti þar í landi.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að takast á við og spila. Það var langt frá því að vera æfingaleikjatilfinning í kringum leikinn því umgjörðin var fyrsta flokks, fullt af áhorfendum og mikil læti. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri alvöru leikur."

„Ég er mjög ánægður með liðið, á löngum köflum spiluðum við mjög vel. Varnarlega spiluðum við vel eiginlega allan leikinn fyrir utan nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða, við vorum betri í fyrri hálfleik en þær voru betri í seinni."

Freyr notaði 3-5-2 leikkerfi í fyrsta sinn með landsliðinu, hvernig fannst honum það koma út?

„Bara vel. Fullt af frábærum frammistöðum í leikkerfinu. Það er líka fullt af atriðum sem við getum lagað og við munum skoða betur á videofundum. Þetta er nákvæmlega eins og ég ætlaðist til af mínu liði. Ég er sáttur."

Leikið verður gegn Danmörku á laugardag í þessu æfingamóti í Kína og búast má við miklum breytingum á byrjunarliðinu.

„Við róterum mikið. Veðrið er erfitt og það er rosalegur raki. Ég hef aldrei verið eins sveittur á ævinni og ég get ímyndað mér hvernig leikmenn eru. Við spilum gegn Dönum með gott lið sem gerir allt til að vinna," segir Freyr en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner