Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. október 2016 15:10
Elvar Geir Magnússon
Gylfi telur að sigurleikirnir séu handan við hornið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með það hvernig nýr stjóri Swansea, Bob Bradley, fer af stað á æfingasvæðinu. Í síðustu landsleikjatörn var Bradley ráðinn í stað Francesco Guidolin og stýrði hann sínum fyrsta leik á laugardag sem tapaðist 3-2 gegn Arsenal.

Gylfi skoraði fyrra mark Swansea í þeim leik en íslenski landsliðsmaðurinn telur að Bradley geti komið Swansea, sem situr í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar, á rétta braut.

„Strákarnir eru mjög ánægðir með nýja stjórann. Æfingarnar hafa verið góðar síðan hann kom, mjög erfiðar en beitta. Ég tel okkur hafa bætt okkur síðan hann kom og ég tel að ef við höldum svona áfram fara að detta inn sigurleikir," segir Gylfi.

„Það voru vonbrigði að fá ekkert úr leiknum gegn Arsenal. Við settum góða pressu á þá en á hinn bóginn hefðu þeir getað skorað fleiri. En það voru jákvæðir punktar."

Fótbolti.net var með skoðanakönnun á forsíðu þar sem spurt var hvort lesendur hefðu trú á því að Swansea myndi falla. 23% svöruðu játandi en 77% hafa ekki trú á því að liðið fari niður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner