Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. október 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Finnboga leggur hanskana á hilluna
Kristján Finnbogason.
Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn reyndi Kristján Finnbogason hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 45 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Kristján var varamarkvörður FH á nýliðnu tímabili en hann varð þá Íslandsmeistari í áttunda skipti á ferlinum.

Kristján hefur áður ætlað að leggja hanskana á hilluna, síðast í fyrra. Hann segir hins vegar að nú sé nóg komið.

„Ég hef verið að hætta und­an­far­in fimm ár, hætti í raun eft­ir tíma­bilið 2011, en nú seg­ir bakið hingað og ekki lengra og því er sjálf­hætt,“ sagði Kristján við Morgunblaðið.

Kristján lék lengst af á ferli sínum með KR en þar spilaði hann sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 1989. Árin í meistaraflokki eru því orðin 27 talsins!

Kristján lék samfleytt með KR til ársins 2008 fyrir utan árin 1992 og 1993 þegar hann var á mála hjá ÍA. 2009 til 2011 var Kristján í markinu hjá Gróttu áður en hann fór í Fylki og þaðan í FH fyrir sumarið 2014.

Í fyrra gerði Kristján upp ferilinn í löngu útvarpsviðtali við Fótbolta.net. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.

Innkastið - Kristján Finnboga: Langaði ekki að verða markvörður (Nóvember 2015)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner