Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. október 2016 17:15
Magnús Már Einarsson
Landsliðsþjálfari Noregs með traust þrátt fyrir dapurt gengi
Per-Mathias Høgmo.
Per-Mathias Høgmo.
Mynd: Getty Images
Per-Mathias Høgmo, landsliðsþjálfari Noregs, hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu.

Norðmenn eru ósáttir við byrjunina í undankeppni HM. Liðið tapaði gegn Þýskalandi og Aserbaídsjan áður en það lenti í basli með San Marinó. Gestirnir frá San Marinó skoruðu í fyrsta skipti á útivelli í undankeppni HM í heil 17 ár en Norðmenn unnu þá 4-1 að lokum.

Í dag er Noregur í 79. sæti á heimslista FIFA, fimm sætum á eftir Færeyingum. Per-Mathias hefur þó áfram stuðning frá knattspyrnusambandinu, að minnsta kosti fram yfir leikinn gegn Tékkum í næsta mánuði.

„Sambandið er ekki ánægt með úrslitin hjá A-landsliði karla. Við höfum spilað þrjá leiki í undankeppni HM og erum þremur stigum frá þeim árangri sem hefði verið ásættanlegur," sagði í yfirlýsingu frá sambandinu í dag.

„Með sigri í Tékklandi þá erum við hins vegar ennþá með í baráttunni um annað sætið á HM en það gefur sæti í umspili um sæti á HM í Rússlandi 2018."
Athugasemdir
banner
banner