Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. október 2016 09:25
Magnús Már Einarsson
Nýr heimslisti - Ísland aldrei verið jafn ofarlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hoppar upp um sex sæti og í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA sem kom út í dag. Sigrarnir á Tyrkjum og Finnum á dögunum komu Íslandi upp í 21. sætið.

Þetta er besti árangur í sögu landsliðsins á heimslistanum en fyrra metið var 22. sæti eftir EM í sumar.

Ísland er langefsta þjóðin á Norðurlöndunum en Svíþjóð er í 39. sæti og Danmörk 50. sæti. Færeyingar hoppa upp um 37 sæti á listanum og í 74. sæti en þeir eru nú á undan Norðmönnum sem eru í 79. sæti. Finnar reka lestina á Norðurlöndunum í 101. sæti.

Þýskaland og Brasilía hoppa bæði um eitt sæti í toppbaráttunni en Belgar fara úr öðru sæti niður í það fjórða.

Heimslisti FIFA:
1. Argentína
2. Þýskaland
3. Brasilía
4. Belgía
5. Kolumbía
6. Síle
7. Frakkland
8. Portúgal
9. Úrúgvæ
10. Spánn
11. Wales
12. England
13. Ítalía
14. Sviss
15. Pólland
16. Króatía
17. Mexíkó
18. Kosta Ríka
19. Ekvador
20. Holland
21. Ísland
22. Ungverjaland
23. Perú
24. Bandaríkin
25. Tyrkland
26. Slóvakía
27. Íran
28. Bosnía og Hersegóvína
29. Úkraína
30. Austurríki
Athugasemdir
banner
banner