Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. október 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Seaman: Arsenal á að gera allt til að halda Wenger
David Seaman er einn besti markvörður í sögu Arsenal.
David Seaman er einn besti markvörður í sögu Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal á að bjóða Arsene Wenger nýjan samning. Þetta segir David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal.

Wenger er 66 ára og hefur unnið níu stóra titla með Arsenal en þann 30. september hélt hann upp á 20 ára starfsafmæli hjá félaginu. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

„Ég vona að hann verði áfram, þeir ættu að gera allt til að reyna að halda honum," segir Seaman sem varð þrívegis Englandsmeistari á 14 árum hjá Arsenal.

Arsenal er á góðu skriði, vann Ludogorets 6-0 í Meistaradeildeildinni í gær, er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og komst í fjórðu umferð deildabikarsins. Wenger hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki náð að vinna úrvalsdeildina síðan 2004.

Arsenal vann ekki bikar milli 2005 og 2014 og margir telja að tími sé kominn til að fá nýjan mann.

„Manchester United var í vandræðum eftir að Sir Alex fór. Þeir hafa skipt um stjóra síðan en eru með hágæða stjóra núna. Arsenal hefur þegar hágæða stjóra," segir Seaman.
Athugasemdir
banner
banner