fim 20. október 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stuðningsmenn Legia réðust á þjón og stálu símum
Stuðningsmenn Legia mættu í Hafnarfirðinn fyrir Evrópuleik.
Stuðningsmenn Legia mættu í Hafnarfirðinn fyrir Evrópuleik.
Mynd: Fótbolti.net - Steingrímur Valgarðsson
Fimm pólskir stuðningsmenn og tveir lögreglumenn eru slasaðir eftir slagsmál á milli stuðningsmanna Legia Warsaw og óeirðarlögreglu Madrid fyrir leik Real Madrid og Legia.

Slagsmálin áttu sér stað í hálftíma en stuðningsmenn Legia áttu upptökin á þeim. Þeir köstuðu glerflöskum, kveiktu á blysum og hótuðu fréttamönnum sem tóku upp það sem átti sér stað.

Spænsk yfirvöld bjuggust við um 3500 stuðningsmönnum Legia í Madrid en 2000 öryggiverðir fylgdu þeim.

Fyrir leik bárust fréttir af þrem pólskum stuðningsmönnum sem réðust á kvenkyns þjón á veitingastað áður en þeir stálu síma af annari konu og reyndu svo að stela peningum úr kassanum.

Þegar lögreglan mætti á staðin, brutust út átök á milli stuðningsmannana og lögreglurnar en seinni leikur liðanna sem spilaður verður eftir tvær vikur, verður fyrir luktum dyrum þar sem sömu stuðningsmenn gerðu sig seka um rasisma í leiknum gegn Dortmund í sama riðli. Legia var einnig sektað um 80.000 evrur.

Myndband: Brjáluð slagsmál fyrir leik Real og Legia
Athugasemdir
banner
banner
banner