Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
   fös 20. október 2017 09:00
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Allar í hópnum vonast til að byrja leikinn
Elín Metta er full eftirvæntingar fyrir stórleikinn á eftir
Elín Metta er full eftirvæntingar fyrir stórleikinn á eftir
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Elín Metta Jensen er á sínum stað í landsliðshópi Íslands sem fær það verðuga verkefni að mæta Þýskalandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Við hjá Fótbolta.net náðum tali af framherjanum knáa fyrir æfingu íslenska liðsins á Brita-leikvanginum í gær. Það er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða fyrir stelpurnar okkar en aðspurð sagðist Elín Metta ekki finna fyrir miklu stressi.

„Nei, ég get ekki sagt að maður finni fyrir því. Ég held það sé meira einhverskonar eftirvænting og gleði yfir því að vera komnar saman.“

„Mér finnst allir vera frekar rólegir og við höfum fundið fyrir því undanfarna daga. Ég held að besta ráðið til að stilla spennuna sé að hafa svolítið gaman af þessu og ég held að okkur eigi eftir að takast það.“


Um kaffileytið í gær var búið að selja 3.500 miða á leikinn en Þjóðverjar eiga von á enn fleirum á Brita-leikvanginn sem tekur rúmlega 12.000 manns. Hvernig er að eiga von á svo fjölmennum stuðningshópi andstæðinganna?

„Það væri ótrúlega gaman að hafa fleiri íslenska áhorfendur hér en staðreyndin er sú að það eru fleiri Þjóðverjar á vellinum og mér finnst bara gaman að fá marga áhorfendur á leikinn. Það er bara skemmtilegt og stemmning. Sama með hvaða liði þeir halda.“

Að lokum spurðum við Elínu Mettu hvort hún gerði ekki tilkall í byrjunarliðssæti eftir frábæra frammistöðu gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppninngar.

„Allir sem eru í þessum hóp vonast til þess að byrja þennan leik og ég er engin undantekning þar,“ svaraði Elín Metta en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner