Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 20. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sandra María: Bætti minn leik í Þýskalandi
Sandra María er ánægð með undirbúning íslenska liðsins fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi
Sandra María er ánægð með undirbúning íslenska liðsins fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi
Mynd: Anna Þonn
Landsliðskonan Sandra María Jessen er spennt fyrir að mæta Þýskalandi í undankeppni HM. Fótbolti.net náði tali af henni fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Brita-leikvanginum í gær.

„Ég er rosalega vel stemmd eins og allt liðið. Það er búið að ganga mjög vel. Hótelið og umgjörðin eru til fyrirmyndar. Það boðar gott fyrir morgundaginn.“

Íslenska liðið hefur æft og fundað síðan það lenti í Þýskalandi á mánudag.

„Þetta er að sjálfsögðu rosalega mikið af upplýsingum en það þarf að gera þetta svona til að greina góð knattspyrnulið. Við erum búin að gera allt sem að við getum gert til að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Við erum búin að æfa vel og næra okkur vel. Þjálfararnir og teymið í kringum liðið er búið að sjá rosalega vel um okkur og greina andstæðingana. Ég held að þetta sé allt klárt,“ sagði Sandra María sem þekkir til í Þýskalandi eftir að leikið með Bayern Leverkusen vorið 2016.

„Það var rosalega skemmtileg upplifun. Það var í fyrsta skipti sem að ég spila einhvers staðar annarsstaðar en í mínu liði, Þór/KA. Það var reynsla og upplifun fyrir mig. Kannski svolítið öðruvísi. Þetta er náttúrulega þjóð sem leggur mikið upp úr því að æfa stíft og hart og mikið. Ég fann það að ég bætti minn leik á þessum mánuðum sem að ég var hjá þeim. Þetta er klárlega góð fótboltaþjóð og ég er rosalega stolt af þeirri reynslu sem að ég fékk í Þýskalandi.“

Nánar er rætt við Söndru Maríu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner