Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 20. október 2017 09:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sif: Mamma mætir
Sif er á gamalkunnum slóðum en hún er fædd í Þýskalandi og bjó þar fyrstu ár ævinnar.
Sif er á gamalkunnum slóðum en hún er fædd í Þýskalandi og bjó þar fyrstu ár ævinnar.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ísland spilar á móti Þýskalandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins kl.14:00 að íslenskum tíma í dag. Við hittum Sif Atladóttur fyrir æfingu íslenska liðsins á Brita-leikvanginum í gær og tókum hana tali. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Sif en við biðjumst velvirðingar á hljóðtruflunum í síðari hluta viðtalsins.

„Það er sérstakt fyrir mig að koma hingað í fæðingarlandið“ sagði Sif sem er fædd í Þýskalandi og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Faðir hennar, Atli Eðvaldsson, lék sem atvinnumaður í Þýskalandi í tæpan áratug og Sif var því barnung þegar hún fékk smjörþefinn af þýska boltanum.

„Pabbi var að spila í Fortuna Dusseldorf og við Egill bróðir erum fædd hérna. Þetta eru því svolítið gamalkunnar slóðir.“

„Maður hefur alltaf haldið með þýska landsliðinu á stórmótum. Svo loksins komst Ísland inn og maður gat farið að halda með einhverjum öðrum en Þjóðverjunum,“ sagði Sif sem þekkir fótboltaþjóðin þó ekki einungis i gegnum uppvaxtarárin því hún lék með Saarbrücken í þýsku Bundesligunni á árunum 2010-2011. Við spurðum Sif út í tímann hjá Saarbrücken.

„Ég held að það hafi bætt mig sem varnarmann. Ég fer úr Val sem voru meistarar á þeim tíma og fer í lið sem ég vissi að var ekki tæknilega eins gott og Valur. Við vorum lið sem héldum okkur uppi fyrsta hálfa árið mitt og svo vorum við að ströggla á botninum. Að fá að spila á móti þýskum landsliðsmönnum í hverri viku gerði mig að betri leikmanni. Ég er ótrúlega þakklát fyrir góða, erfiða en alveg frábæra tíma með Saarbrücken.“

Búist er við nokkrum þúsundum þýskra stuðningsmanna á leikinn á eftir en síðdegis í gær höfðu ríflega 3.500 miðar verið seldir. Sif segir sérstaka stemmningu í kringum þýska liðið og þeirra stuðningsmenn.

„Aðdáendurnir í kringum þýska liðið eru mjög harðir aðdáendur. Þeir mæta og fylgja liðinu sínu. Ég held við séum að fara að upplifa sérstaka stemmningu. Að vera með 10.000 manns á vellinum sem eru bara að hvetja sitt lið áfram. Svo erum við kannski með 2-3 foreldra. Ég veit að mamma er að fara að mæta,“ sagði Sif en var þó ekki viss um að mamma sín myndi leggja í að stýra víkingaklappinu fræga á Brita-leikvanginum.

Sjáðu allt viðtalið við Sif í spilaranum fyrir ofan en þar ræðir hún nánar um dvölina í Þýskalandi, einkenni þýska liðsins og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner