Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 20. október 2017 17:31
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Sif: Þjóðverjarnir fóru að klappa með okkur
Sif á hlaupum eftir boltanum í Þýskalandi í dag.
Sif á hlaupum eftir boltanum í Þýskalandi í dag.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta er æðislegt, gott dagsverk hjá okkur," sagði Sif Atladóttir varnarmaður Íslands eftir ótrúlegan 2-3 sigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 2 -  3 Ísland

Íslenski hópurinn hefur verið rólegur á æfingum fyrir leikinn alla vikuna en áttu þær alltaf von á að geta unnið Þýskaland sem er eitt allra sterkasta landslið heims?

„Ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér þá hefur enginn trú á manni," sagði Sif. „Freysi og Ási settu þetta ótrúlega vel upp fyrir okkur og voru búnir að taka þær vel út. Ef maður er í prófi þá var þetta 10 í einkunn!"

„Við fórum vel yfir þær, vissum veikleikana og styrkleikana og ákváðum að nýta þeirra veikleika vel. Þetta voru frábær mörk sem við skoruðum og við hefðum getað sett fleiri. Ég er ánægð með sigurinn en við náum okkur niður í kvöld og svo er strax Tékkland á þriðjudaginn."

Það var fín mæting á leikinn í Þýskalandi en smá hópur Íslendinga lét heyra vel í sér.

„Það var ótrúlega merkilegt, svo fann ég að Þjóðverjarnir voru farnir að klappa með okkur. Þeir voru heillaðir af okkur í lokin, það er gaman að geta heillað fleiri en okkar þjóð. Það er geggjað."

Nánar er rætt við Sif í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner