Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 20. nóvember 2014 16:15
Magnús Már Einarsson
Erlend félög hafa áhuga á Gary Martin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Erlend félög hafa sýnt Gary Martin framherja KR áhuga en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Gary varð markahæstur í Pepsi-deildinni í sumar með þrettán mörk en hann á ennþá eitt ár eftir af samningi sínum við KR.

,,KR hefur rætt við mig um nýjan samning og ég mun setjast niður með þeim á næstunni og sjá hvernig framtíðin lítur út," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.

,,Ég þarf að einbeita mér að KR og leggja hart að mér. Ef eitthvað kemur upp erlendis þá munum við skoða það. Ég vil auðvitað fara út og spila í stærri deild en eins og flestir leikmenn þá vil ég ekki fara bara eitthvað til að spila í stærri deild. Ég hef séð leikmenn gera það og síðan koma þeir aftur til baka eftir eitt ár."

,,Ég hef heyrt af áhuga í Svíþjóð, Noregi og mögulega á Englandi en fótboltinn breytist á hverjum klukkutíma og þú þarft að vera heppinn. Deildirnar á Norðurlöndunum voru að klárast og félög eru að skoða fjármálin áður en þau bæta við hópinn. Ég er ekki laus fyrr en eftir næsta tímabil svo félög þyrftu að borga fyrir mig. Vonandi skýrist þetta allt í kringum áramótin."

Gary er nýkominn úr fríi í Mexíkó en hann er spenntur fyrir komandi tímabili hjá KR.

,,Ég hitti KR þegar ég kom til baka úr fríi og þeir eru með spennandi leikmenn í sigtinu. Ef þeir geta fengið þá leikmenn þá munum við vera með frábæran hóp. Bjarni (Guðjónsson) og Gummi Ben hafa lagt línurnar um það hvernig þeir vilja spila og allir eru spenntir fyrir því. Framtíðin er spennandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner