Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. nóvember 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Faðir Fellaini: Hann meiðir ekki menn viljandi
Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini.
Mynd: Getty Images
Abdellatif Fellaini, faðir Marouane Fellaini, hefur varið son sinn og sagt að hann reyni alls ekki að meiða aðra leikmenn.

Fellaini gaf Joe Allen olnbogaskot í leik Belgíu og Wales um helgina en hann hefur verið gagnrýndur fyrir grófan leik.

,,Marouane gerði þetta ekki viljandi. Hafið þið séð hvernig leikmenn Wales hreyfa fæturnar? Hafið þið séð hvað þeir gerðu við (Dries) Martens. Belgar þurftu að vera sterkir á móti og Marouane gerði það en hann vildi aldrei meiða einhvern," sagði Abdellatif.

,,Marouane hefur aldrei renyt að meiða annan leikmann viljandi. Hann hefur sjálfur meiðst. Fólk verður líka að átta sig á því að Marouane er mjög stór."

,,Þegar hann er að berjast um boltann við smávaxinn leikmann þá er olnbogi hans í sömu hæð og andlit andstæðingsins. Hann veit sjálfur að hann er ekki grófur leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner