fim 20. nóvember 2014 20:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Telegraph 
Falcao frá í aðrar tvær vikur
Falcao.
Falcao.
Mynd: Getty Images
Enn eru tvær vikur í endurkomu framherjans Radamel Falcao úr meiðslum og missir hann því af leik Manchester United gegn Arsenal um helgina.

Orðrómur hefur verið uppi um að meiðslin séu afleiðing krossbandaslita sem hann varð fyrir í janúar, en bæði United sem og Falcoa hafa blásið á þær sögusagnir.

Falcao hefur þegar verið fjarri í mánuð vegna meiðsla á kálfa, en meiðslin eru ekki tengd við krossbandaslitið og afleiðingar þeirra.

United fékk Falcao að láni frá Monaco í ágúst og greiddi 6 milljónir punda, auk þess sem enska stórliðið greiðir framherjanum 265.000 pund á viku í laun. Hefur hann skorað eitt mark í fjórum leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner