Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. nóvember 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Southgate má taka leikmenn frá mér
Gareth Southgate gæti ákveðið gegn því að taka stórstjörnurnar með á Evrópumótið.
Gareth Southgate gæti ákveðið gegn því að taka stórstjörnurnar með á Evrópumótið.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur gefið ungum leikmönnum landsliðsins leyfi til að spila á Evrópumóti U21 árs landsliða næsta sumar. Hann segir að Gareth Southage, U21 landsliðsþjálfari, megi velja hvaða leikmenn sem er fyrir mótið.

Leikmenn á borð við Raheem Sterling, Phil Jones, Jack Wilshere og Alex Oxlade-Chamberlain komu ekkert við sögu í undankeppni U21 árs landsliðsins en gætu verið í hóp.

Nokkrir leikmenn U21 árs landsliðsins vilja helst ekki fá unga leikmenn úr A-hópnum niður til sín vegna þess að það gæti eyðilagt stemninguna.

,,Þetta er mjög einfalt. Gareth Southgate velur sinn leikmannahóp fyrst og svo vel ég minn leikmannahóp," sagði Hodgson.

,,Þetta gæti ekki verið einfaldara, ég tek þá leikmenn sem fara ekki með Southgate. Hann getur valið hvaða leikmenn sem hann vill.

,,Hann á eftir að tala við mig um málið en ég get ekki sagt annað en að þetta er hans ákvörðun."


Enska A-landsliðið á leiki við Írland og Slóveníu rétt fyrir Evrópumótið. Þeir leikmenn sem Southgate velur geta ekki tekið þátt í mögulegum úrslitaleik við Slóveníu í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner