Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. nóvember 2014 14:00
Alexander Freyr Tamimi
Messi ekki jafn hungraður og Ronaldo
Ronaldo og Messi.
Ronaldo og Messi.
Mynd: Getty Images
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Mario Kempes telur að Lionel Messi sé ekki jafn hungraður í árangur og Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur verið fengið talsvert meira lof fyrir frammistöðu sína heldur en Messi undanfarið og vann Portúgalinn Gullknöttinn árið 2013 og vinnur hann líklega aftur í ár.

,,Messi er ekki á hápunkti ferilsins í augnablikinu. Hann er ekki eins og hann var fyrir nokkrum árum," sagði Kempes við AS.

,,Ég tel að hann sé einum og hálfum gír frá sínu besta. Og það er munurinn á milli Real Madrid og Barcelona núna."

,,Í augnablikinu er Ronaldo mun hungraðri í árangur en Messi. Messi er ekki jafn öflugur og hann var fyrir tveimur eða þremur árum."

Athugasemdir
banner
banner
banner