Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. nóvember 2014 13:21
Elvar Geir Magnússon
Mun Man Utd gera Hummels að þeim dýrasta?
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Louis van Gaal sé að kanna möguleika á því að kaupa Mats Hummels, varnarmann Borussia Dortmund, til Manchester United.

Hummels yrði þá dýrasti varnarmaður í sögu Bretlandseyja.

Búið var að setja nafn hans á lista yfir skotmörk fyrir næsta sumar en framkvæmdastjórinn Ed Woodward vonast til þess að hægt verði að ganga frá kaupunum í janúarglugganum.

Hummels mun aðeins eiga tvö ár eftir af samningi sínum næsta sumar og gæti United borgað hærri upphæð en þær 32 milljónir punda sem Manchester City greiddi fyrir Eliaquim Mangala.

Meiðsli hafa verið að hrjá Hummels en frammistaða hans hefur verið undir væntingum síðan á HM. Dortmund er í neðri hluta þýsku úrvalsdeildarinnar og leikið mun verr en reiknað var með.

Woodward hefur sagt að félagið sé ekki í leit að tímabundinni lausn og félagið sé með nöfn á blaði fyrir næsta sumar. „Við munum skoða möguleika á því hvort hægt verði að losa þessa menn í janúarglugganum en það er afar ólíklegt," segir Woodward.

Arsene Wenger hefur einnig mikinn áhuga á Hummels og þá hefur leikmaðurinn verið orðaður við Barcelona.

Van Gaal er einnig með Kevin Strootman, miðjumann Roma, á sínum óskalista en hann er byrjaður að spila aftur en hann er að jafna sig á hnémeiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner