Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Palli Gísla tekur við Völsungi (Staðfest)
Páll Viðar Gíslason.
Páll Viðar Gíslason.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Páll Viðar Gíslason verður næsti þjálfari Völsungs á Húsavík en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Ragnar Hauksson hætti óvænt með Völsung í síðustu viku af persónulegum ástæðum en hann hafði framlengt samning sinn við félagið í haust.

Páll Viðar hætti sem þjálfari Þórs eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni í sumar en hann hafði stýrt liðinu frá því vorið 2010.

,,Ég tók mér ágætis tíma í að skoða málin og þetta er spennandi verkefni. Þetta er áskorun á mann að breyta aðeins til," sagði Páll Viðar við Fótbolta.net í dag.

Völsungur féll úr 2. deildinni á markatölu í sumar og féll annað árið í röð því liðið fór niður úr 1. deildinni í fyrra. Páll segir að stefnan sé að komast beint aftur upp úr 3. deildinni næsta sumar.

,,Ég held að það sé alveg pottþétt markmiðið hjá liði eins og Völsungi að fara upp," sagði Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner