Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. nóvember 2014 23:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Sheffield United hættir við að semja við nauðgarann
Ched Evans í leik með Sheffield United.
Ched Evans í leik með Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Sheffield United hafa tekið u-beygu í samningaviðræðum við framherjann Ched Evans og eru hættir við að semja við hann.

Evans var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun sem átti sér stað í apríl 2012.

Hann var á þeim tíma leikmaður Sheffield og hefur félagið verið harðlega gagnrýnt fyrir þá ákvörðun að vilja semja við leikmanninn á nýjan leik.

Nú hafa forráðamenn þess hinsvegar ákveðið að láta undan vilja stuðningsmanna liðsins og annarra, en safnast höfðu yfir 150.000 í undirskriftasöfnun gegn því að félagið myndi semja við hann aftur.

Í yfirlýsingu frá félaginu í kvöld kom fram að Evans myndi ekki koma til félagsins og að ákvörðunin hafi veirð tekin í samráði við stuðningsmenn, stuðnignsaðila, starfsfólk og aðra hagsmunaaðila.
Athugasemdir
banner
banner
banner