Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. nóvember 2014 13:40
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál
Siggi Raggi með tilboð frá erlendu knattspyrnusambandi
Ákveðinn í að starfa erlendis
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að starfa erlendis en hann liggur nú undir feld og skoðar tvö tilboð sem hann er með í höndunum.

Rúnar Kristinsson vill fá Sigurð Ragnar sem aðstoðarþjálfara hjá Lilleström í Noregi. Þá hefur erlent knattspyrnusamband áhuga á að ráða Sigurð Ragnar í starf sem aðstoðar tæknilegur ráðgjafi.

,,Það er mjög spennandi dæmi. Þetta er mjög erfið ákvörðun og núna þarf ég að velja á milli," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net í dag.

Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið og síðan ÍBV í sumar en hann var einnig áður fræðslustjóri hjá KSÍ. Sigurður hefur því reynslu úr báðum áttum.

,,Þessi störf sem eru í boði opna ólíka framtíðar möguleika. Þau eru bæði mjög spennandi. Þetta er í sitthvoru landinu og við þurfum að vega þetta og meta en við höfum ákveðið að fara út."

,,Þetta gæti komið í ljós fyrir helgi en það gæti líka verið að ég fljúgi út á þessa tvo staði til að skoða aðstæður og funda með mönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner