Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. nóvember 2014 23:54
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaraskipti hjá KV - Hjörvar Ólafs tekur við (Staðfest)
Hjörvar Ólafsson, Magnús Örn Þórðarson og Atli Jónasson.
Hjörvar Ólafsson, Magnús Örn Þórðarson og Atli Jónasson.
Mynd: KV
Páll Kristjánsson.
Páll Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson er hættur þjálfun KV en Hjörvar Ólafsson tekur við. KV féll úr 1. deildinni á liðnu sumri eftir eins árs dvöl þar og leikur því aftur í 2. deild næsta sumar.

Páll þjálfaði liðið ásamt Halldóri Árnasyni en það varð ljóst fyrir nokkru að Halldór myndi ekki halda áfram.

Páll er einn af stofnendum KV en hann skrifaði á Facebook:

„Eftir 10 ár er þetta orðið gott. Á aðalfundi KV nú fyrr í kvöld gaf ég ekki kost á mér í stjórn félagsins og þá lét ég af störfum sem þjálfari. Allt gert í mesta bróðerni og við taka góðir menn sem ég treysti fyllilega fyrir starfinu. Heill áratugur að baki. Takk fyrir mig!"

Hjörvar hefur starfað við yngri flokka þjálfun hjá KR ásamt því að hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Aðstoðarþjálfari hans verður Atli Jónasson, markvörður KV.

Af heimasvæði KV á Facebook:

Stór tíðindi urðu á aðalfundi KV á ellefta tímanum í kvöld. Ný stjórn var kosin, en hana skipa:
Magnús Örn Þórðarson, formaður
Ómar Ingi Ákason, varaformaður
Snorri Páll Sigurðsson, gjaldkeri
Brynjar Orri Bjarnason, ritari
& Auðunn Örn Gylfason, meðstjórnandi.

Fyrstu verk stjórnar voru að ráða Hjörvar Ólafsson sem þjálfara meistaraflokks karla, en honum til aðstoðar verður Atli Jónasson. Þá hefur Björn Ívar Björnsson verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

Nýja stjórnin hlakkar til að takast á við verkefnin sem framundan eru og vill þakka gömlu stjórninni fyrir einstaklega vel unnið og óeigingjarnt starf.
Athugasemdir
banner