mán 20. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikmenn sömdu við Aftureldingu
Mynd: Raggi Óla
Penninn var á lofti í Mosfellsbænum í vikunni.

Þeir Andri Hrafn Sigurðsson, Sigurður Kristján Friðriksson, Valgeir Örn Svansson, Andri Freyr Jónasson og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban skrifuðu allir undir tveggja ára samning við Aftureldingu í vikunni sem var að líða.

Allir spiluðu þeir með Aftureldingu í fyrra nema Sigurður Kristján sem var í Hvíta Riddaranum þar sem hann var valinn bestur á lokahófinu eftir mót.

Allir uppaldir í Mosfellsbæ nema Andri sem kom í Aftureldingu árið 2011. Hann lék áður með Fylki og ÍH.

Afturelding endaði í fjórða sæti 2. deildarinnar í sumar en liðið hefur verið í deildinni síðan 2010.

Eftir tímabilið tók Arnar Hallsson við liðinu og honum tið aðstoðar verður Magnús Már Einarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner