Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. nóvember 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Kjörið tækifæri fyrir Verona
Romulo gerði sigurmarkið í eina sigri Verona á tímabilinu.
Romulo gerði sigurmarkið í eina sigri Verona á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í ítalska boltanum í dag þegar Verona fær Bologna í heimsókn.

Bæði lið eru búin að tapa fjórum deildarleikjum í röð og er Verona í næstneðsta sæti með sex stig eftir tólf umferðir.

Bologna byrjaði tímabilið vel en er í neðri hluta deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti, eftir skelfilegt gengi síðustu vikna, þar sem sárasti tapleikurinn var eflaust á heimavelli gegn nýliðum Crotone.

Eini sigur Verona á tímabilinu kom í jöfnum leik gegn stigalausu botnliði Benevento. Leikurinn verður sýndur í beinni, líkt og aðrir leikir ítalska boltans, á SportTV.

Leikur kvöldsins:
19:45 Verona - Bologna (SportTV)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner