mán 20. nóvember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Dagur Dan með glæsilegt mark fyrir Gent
Dagur Dan á æfingu með Gent.
Dagur Dan á æfingu með Gent.
Mynd: Kristján Bernburg
Dagur Dan Þórhallsson skoraði á dögunum fallegt mark í leik með U19 ára liði Gent í Belgíu.

Dagur fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða á markið. Svo fór að markvörðurinn átti ekki "séns".

Dagur, sem er 17 ára gamall, gekk í raðir Gent í byrjun ársins frá Haukum í Hafnarfirði.

Á síðasta ári spilaði Dagur sína fyrstu leiki með meistaraflokki Hauka en hann kom við sögu í sex leikjum í Inkasso-deildinni.

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum leikmaður Fylkis, Fram og Hauka og fyrrverandi þjálfari Gróttu, er faðir Dags.

Hér að neðan má sjá markið hjá stráknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner