Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. desember 2014 13:04
Arnar Geir Halldórsson
Carrick er varafyrirliði Man Utd
Mikilvægur hlekkur á Old Trafford
Mikilvægur hlekkur á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Michael Carrick sé varafyrirliði liðsins.

Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United og í upphafi tímabils var Darren Fletcher númer tvö í röðinni en meiðsli héldu Michael Carrick frá leikvellinum. Carrick er kominn til baka og hefur leikið frábærlega í liði Man Utd sem hefur unnið alla leikina sex sem kappinn hefur byrjað.

,,Ég er með þrjá fyrirliða og þeir eru í ákveðinni röð. Rooney er fyrstur, Carrick er annar og Fletcher er þriðji." sagði van Gaal og hrósaði Carrick.

,,Hann færir liðinu mikla reynslu en sömuleiðis mikla yfirvegun. Liðið á auðveldara með að spila eftir minni hugmyndafræði með Carrick innanborðs,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner