Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. desember 2014 14:35
Arnar Geir Halldórsson
England: Man City á sigurbraut
Hetjan á Etihad í dag
Hetjan á Etihad í dag
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 0 Crystal Palace
1-0 David Silva ('49 )
2-0 David Silva ('61 )
3-0 Yaya Toure ('81 )

Manuel Pellegrini stillti upp athyglisverðu byrjunarliði í dag þegar Manchester City fékk Crystal Palace í heimsókn. Sergio Aguero, Edin Dzeko og Stevan Jovetic voru allir fjarverandi vegna meiðsla og var enginn eiginlegur framherji í liði City en James Milner spilaði fremstur.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tók David Silva til sinna ráða og kom City í 2-0 á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Yaya Toure skoraði svo síðasta mark leiksins með góðu skoti.

Sigur City var verðskuldaður en löglegt mark var þó dæmt af Crystal Palace þegar James McArthur skallaði boltann í netið eftir 66 mínútna leik. Aðstoðardómarinn vildi meina að McArthur hafi verið rangstæður en svo var nú aldeilis ekki.

Manchester City fer nú upp að hlið Chelsea í 1.sæti deildarinnar en Chelsea á einn leik til góða.




Athugasemdir
banner
banner
banner