Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. desember 2014 16:51
Arnar Geir Halldórsson
England: Ótrúleg endurkoma QPR - Villa stöðvaði Man Utd
Falcao fagnar marki sínu
Falcao fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Charlie Austin skorar og skorar
Charlie Austin skorar og skorar
Mynd: Getty Images
Carroll skoraði
Carroll skoraði
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa náði í sterkt stig þegar Manchester United kom í heimsókn á Villa Park. Christian Benteke kom Aston Villa yfir með glæsilegu skoti. Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao jafnaði fyrir Man Utd með skalla. Gabby Agbonlahor fékk svo beint rautt spjald fyrir brot á sínum gamla liðsfélaga, Ashley Young. Man Utd náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og sigurhrinu liðsins lokið en liðið hafði unnið sex leiki í röð áður en kom að leiknum í dag.

Charlie Austin sneri aftur í lið QPR með látum en hann skoraði þrennu í ótrúlegum 3-2 sigri á WBA eftir að WBA hafði komist í 2-0. Southampton er komið aftur á beinu brautina en Dýrlingarnir unnu góðan heimasigur á Everton.

Úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Aston Villa 1 - 1 Manchester Utd
1-0 Christian Benteke ('18 )
1-1 Radamel Falcao ('53 )
Rautt spjald:Gabriel Agbonlahor, Aston Villa ('65)

Hull City 0 - 1 Swansea
0-1 Ki Sung-Yueng ('15 )

QPR 3 - 2 West Brom
0-1 Joleon Lescott ('10 )
0-2 Silvestre Varela ('20 )
1-2 Charlie Austin ('24 , víti)
2-2 Charlie Austin ('48 )
3-2 Charlie Austin ('86 )

Southampton 3 - 0 Everton
1-0 Romelu Lukaku ('38 , sjálfsmark)
2-0 Graziano Pelle ('65 )
3-0 Maya Yoshida ('82 )

Tottenham 2 - 1 Burnley
1-0 Harry Kane ('21 )
1-1 Ashley Barnes ('27 )
2-1 Erik Lamela ('35 )

West Ham 2 - 0 Leicester City
1-0 Andrew Carroll ('24 )
2-0 Stewart Downing ('56 )

Athugasemdir
banner
banner
banner