Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. desember 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Origi til Liverpool í janúar eftir allt saman?
Divock Origi
Divock Origi
Mynd: Getty Images
Franska blaðið, L'Equipe, greindi frá því í gærkvöldi að Liverpool er við það að ná samkomulagi við Lille um að fá Divock Origi til baka úr láni.

Origi, sem er 19 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool í sumar frá Lille fyrir 10 milljónir punda en hann var lánaður út tímabilið til Lille.

Mikið hefur verið í umræðunni um að Liverpool ætli sér að kalla hann til baka úr láni en Lille neitaði því alfarið.

L'Equipe greinir nú frá því að Liverpool er við það að komast að samkomulagi við Lille um að fá hann í janúar en félagið mun borga 6 milljónir evra ofan á kaupverðið til að fá hann.

Origi hefur þó ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá Lille undanfarið en honum hefur einungis tekist að skora þrisvar á þessari leiktíð.

Liverpol þarf nauðsynlega á framherja að halda þar sem Daniel Sturridge er meiddur og þá hefur Mario Balotelli ekki staðist væntingar hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner