Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. desember 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ánægður með sigurinn á Mainz
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern í Þýskalandi, var í skýjunum með 1-2 sigur liðsins á Mainz í gær en liðið er komið í vetrafrí og situr á toppi deildarinnar.

Mainz komst yfir gegn Bayern í gær en stórliðið sýndi karakter og kom til baka og vann leikinn með sigurmarki frá Arjen Robben undir lok leiks.

Bayern er á toppnum með ansi þægilegt forskot en Guardiola fagnaði sigrinum vel og innilega í gær.

,,Ég verð að hrósa Mainz, þeir spiluðu vel og vorum mjög góðir í skyndisóknum. Við áttum í vandræðum í fyrri hálfleik en við stjórnuðum þeim síðari," sagði Guardiola.

,,Ég er mjög ánægður með byrjun tímabilsins eftir HM og að hafa náð góðum árangri á undanförnum árum," sagði Guardiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner