lau 20. desember 2014 19:24
Arnar Geir Halldórsson
HM félagsliða: Auckland City vann leikinn um þriðja sæti
Liðsmenn Auckland fagna þriðja sætinu
Liðsmenn Auckland fagna þriðja sætinu
Mynd: Getty Images
Cruz Azul 1-1 Auckland City
0-1 Ryan De Vries (´45)
1-1 Joao Rojas (´57)
Auckland vann í vítaspyrnukeppni.

Nýsjálenska liðið Auckland City hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Cruz Azul frá Mexíkó en liðin mættust í leik um þriðja sætið í Heimsmeistarakeppni félagsliða.

Ryan De Vries kom Auckland yfir í uppbótartíma í fyrri hálfleik en Ekvadorinn Joao Rojas jafnaði metin fyrir Cruz Azul á 57.mínútu. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og voru úrslitin útkljáð með vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Nýsjálendingarnir betur, 4-2.

Real Madrid og San Lorenzo mætast í úrslitaleik keppninnar og hefst leikurinn klukkan 19:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner