Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. desember 2014 18:14
Arnar Geir Halldórsson
Huntelaar búinn að framlengja við Schalke
Huntelaar kann þá list að skora mörk
Huntelaar kann þá list að skora mörk
Mynd: Getty Images
Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar er ekki á förum frá Schalke en hann er búinn að skrifa undir nýjan samning sem gildir til 2017.

Huntelaar hefur reglulega verið orðaður við stærstu lið Englands og var jafnvel talið að einhver þeirra myndu falast eftir kröftum hans í janúar en kappinn er orðinn 31 árs.

,,Ég hef alltaf sagt að ég er ánægður hérna og það er frábært að vera búinn að framlengja samninginn. Það voru engir aðrir möguleikar sem heilluðu mig." sagði Hollendingurinn.

Huntelaar er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Schalke en hann var keyptur til félagsins fyrir metfé frá AC Milan árið 2010 og hefur skorað 66 mörk í 116 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner